Til greina kemur að skipta um nafn á Flugfélagi Íslands, þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Í samtali við blaðið segir Árni Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Flugfélags Íslands, að félagið hafi verið í gegnum miklar og flóknar breytingar á síðasta ári og félagið hafi verið að bæta við leiðakerfið með því fljúga beint milli Reykjavíkur og Akureyrar og til Norður-Bretlands. Samhliða því sem um þessar mundir verið að móta stefnu félagsins en engar endanlegar niðurstöður séu í þeim efnum. Búist er við að niðurstaða þeirra vinnu liggi fyrir í lok næsta mánaðar.

Að sögn Árna starfar fyrirtækið um þessar mundir undir tveimur nöfnum, Flug­fé­lag Íslands og Air Ice­land og er verið að sjá hvernig þau henta til framtíðar.