Kirstín Þ. Flygenring er ein þriggja nefndarmanna í hinni umtöluðu rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð. Nefndin skilaði sem kunnugt er skýrslu um sjóðinn á dögunum sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki.

Kirstín hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi og hefur meðal annars unnið hjá Seðlabanka Íslands, OECD og bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá hefur hún setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og var til að mynda endurkjörin varamaður í stjórn Arion banka í mars síðastliðnum. Þá má finna nafn Kirstínar á listum yfir tekjuháa Íslendinga samkvæmt álagningaskrám ríkisskattstjóra. Á síðasta ári skipaði Kirstín tólfta sæti á lista yfir hæstu skattgreiðendur og greiddi samkvæmt því tæpar 74 milljónir króna í skatt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.