Kennarar í Félagi grunnskólakennara felldu í atkvæðagreiðslu nýundirskrifaða kjarasamninga. Féllu 57,46% greiddra atkvæða gegn nýjum kjarasamningum.

Af þeim 4.513 sem voru á kjörskrá greiddu 3.028 atkvæði, eða 67,1%. Sögðu 1.201 já, eða 39,67%, en 1.740 sögðu nei, eða 57,46%. Voru 87, eða 2,87% atkvæðaseðla auðir eða ógildir.

Hafna í annað sinn

Áttu laun kennara samkvæmt samningunum að hækka um 9,5% á næstu þremur árum, auk þess að nýju átti að taka upp greiðslur til kennara sem sinna gæslu í frímínútum, segir í frétt RÚV .

Er þetta í annað sinn sem kennarar hafna samningnum en í júní höfnuðu 72% þeirra samningunum.