Félagar í félagi háskólakennara við Háskólann á Akureyri (FHA) samþykkti í atkvæðagreiðslu að boða til verkfalls. Kjörstjórn kom saman nú eftir hádegi og kynnti niðurstöður sínar, að því er fram kemur á vefnum akv.is.

Verkfall kennaranna mun standa yfir frá 28. apríl –   12. maí, báðir dagar meðtaldir, ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall verður á boðuðum próftíma Háskólans á Akureyri og því ljóst að skólalok verða í uppnámi ef til verkfalls kemur.

Á kjörskrá voru 122 og greiddu 97 atkvæði eða 79,5% atkvæðabærra félagsmanna. Tæp 87% samþykktu verkfallsboðun en rúmlega 13% greiddu atkvæði gegn henni.

Nú þegar hafa háskólakennarar í HÍ boðað til verkfalls sem hefst eftir páskafrí og stendur til 10. maí.