Verkfall framhaldsskólakennara hófst í morgun. Samninganefndir ríkis og kennara sátu við alla helgina. Það skilaði engum árangri og verður fundað áfram í dag. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hafi komið fram í gærkvöldi sem eigi eftir að skoða.

Verkfallið merkir að Um 1.900 kennarar og stjórnendur í framhaldsskólum og um 20.000 nemendur sitja heima í dag.