Hinn 17 ára gamli Fred Pye þénar 2 þúsund pund á mánuði, eða tæpar 380 þúsund íslenskar krónur, fyrir að búa til myndskeið um það hvernig menn eiga að ná árangri í Grand Theft Auto V tölvuleiknum.

Vefsíða Freds fær 2,5 milljónir heimsókna í hverjum mánuði og hefur hann því náð að selja auglýsingar fyrir 24 þúsund dali á ári. Á vefsíðunni eru YouTube myndbönd sem Fred hefur sett upp með ítarlegum leiðbeiningum um leikinn.

Það sem gerir hlutina enn kúnstugri er að Fred hefur alls ekki aldur til þess að leika sér í leiknum. Hann er einungis sautján ára gamall en leikurinn er bannaður yngri en átján.

Vefur breska blaðsins Mirror greindi frá.