»»Iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fyrir skemmstu fram frumvarp um breytingu á lögum um hluta- og einkahlutafélög og ársreikningaskil. Meðal breytinga eru að komið verði á fót rafrænni fyrirtækjaskrá, breytingar á reglum um kaup félaga á hlutum í sjálfu sér og skráningarreglur um kynjahlutföll í stjórnum.

Í umræðum á Alþingi hefur einnig verið verið rætt um aðgerðir gegn kennitöluflakki, en þær eru ekki ráðgerðar í þessu frumvarpi. Í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið er bent á að rannsóknir Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefi til kynna að kennitöluflakk sé að baki 6-7% gjaldþrota. „Aðgerðir gegn kennitöluflakki mega því ekki verða til þess að athafnafrelsi og viðskiptamöguleikar þeirra sem stunda eðlilega viðskiptahætti verði takmörkuð. Slíkar aðgerðir kunna að koma niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs.