Haustið 2006 skipuðu bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vinnuhóp sem skilaði álitsgerð um kosti og galla þess að stofna fimm ára deild við Grunnskóla Seltjarnarness. Niðurstaða vinnuhópsins var að halda skuli kennslu 5 ára barna inni á leikskólastiginu og leggja áherslu á að efla enn frekar samvinnu grunnskóla og leikskólastigsins.

Nú þegar er töluvert samstarf milli skólastiga, m.a. með heimsóknum milli s´kolanna, auk þess sem samstarf er um námsefni en kennsla er samræmd þannig að farið er yfir fyrri hluta námsefnis í leikskóla og seinni hluta þess í skóla. Mat vinnuhópsins er að æskilegt sé að börn fái notið sín í leikskólaumhverfi sem lengst, en umhverfi grunnskóla er mun stærra og erfiðara fyrir 5 ára börn en verndað leiksvæði innan leikskóla.