Tveir sluppu ómeiddir eftir að flugvél sem þeir voru í nauðlenti á golfvellinum í Vogum. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Vélin er í eigu flugskóla Keilis. Báðir eru ómeiddir.

Talið er að hreyfill vélarinnar hafi misst afl og mennirnir því neyðst til að lenda á golfvellinum. Vélin er tveggja sæta Diamond DA20. Vélin er í eigu Keilis, en þeir sem um borð voru eru nemandi og kennari við skólann.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þá sem voru um borð á sjúkrahús og björgunarsveitir voru kallaðar til, en aðstoð þeirra var afturkölluð þegar í ljós kom að þeirra var ekki þörf.