Harðnandi samkeppni milli háskóla virðist auka hlutfall hærri útskriftareinkunna, þó svo gæði náms eða framlag nemenda séu óbreytt.

Kennaraliði eins stærsta háskóla Bretlands hefur verið bent á að helstu keppinautar skólans gefi oftar hærri einkunnir og því megi fjölga þeim sem hljóta fyrstu einkunn við nám sitt. Þetta kom fram í innanhússminnisblaði háskólans í Manchester (Manchester Metropolitan University).

Times segir frá þessu í vikunni.

Í minnisblaðinu kemur fram að fyrir hendi sé „skiljanleg löngun“ til að fjölga einkunnum í hærri kantinum.

Kennaraliðið er beðið að „hafa þá staðreynd í huga“ þegar næstu einkunnir verða gefnar, ekki síst einkunnir á lokaári nemenda. Minnisblaðið var sent af kennslustjóra til kennaraliðs tölvu- og stærðfræðiskorar skólans.

BBC kom höndum yfir minnisblaðiðið, en enskir hafa nú sífellt meiri áhyggjur af gæðum kennslu hjá æðri menntastofnunum þar í landi vegna aukinnar samkeppni í menntageiranum.

Aldrei fleiri með fyrstu einkunn Síðan á miðjum tíunda áratugnum hefur fjöldi þeirra sem hljóta fyrstu einkunn tvöfaldast, og nú hljóta 61% þeirra sem útskrifast slíka einkunn. Í háskólanum í Manchester er sá fjöldi þó undir meðaltali – ríflega 51% útskrifaðra á skólaárinu 2006-07. Talsmaður skólans segir að um innanhússminnisblað hafi verið að ræða og að engin skipun hafi fólgist í því sem þar kom fram.

„Hér er aðeins um að ræða túlkun eins starfsmanns á því ástandi sem nú ríkir í menntageiranum, þar sem samkeppnisvitund er að ræða og tengist á engan hátt stefnu skólans,“ sagði talsmaðurinn.