Keops hefur gengið frá áður auglýstum kaupum sínum á hlutum í M2 A/S. Keops tók þá ákvörðun að gera skilyrtan samning um kaup á meirihluta hluta í M2 A/S eins og fram kom í tilkynningu til dönsku kauphallarinnar frá 5. júní 2005. Baugur á 29% hlut í Keops.

Viðskiptin fela það meðal annars í sér að Keops fær í sínar hendur 60% hlutafjár en ekki 65% hlutafjár sem áður hafði verið tilkynnt. Áðurnefnd auking á hlutafé verður ekki framkvæmd að sinni þar sem umtalsverð fjármögnun verkefna á sér stað samtímis og viðskiptin verða gerð. Upphæðin er álitin verða á bilinu 150-170 milljónir danskra króna eða 1.920 til 2.176 milljónir íslenskra. Heildargreiðslan byggist á heildarhagnaði þeim sem myndast af því eignasafni verkefna sem fyrir hendi er (skilyrt greiðsla er háð góðri afkomu - earnout).

Í frétt á heimasíðu Baugs kemur fram að M2 heldur áfram starfsemi sem sjálfstætt fyrirtæki undir eigin viðskiptanafni. Þetta má meðal annars rekja til fjármögnunar verkefna til hraðari og öflugri vaxtar í Danmörku. Einnig er stefnt að því að koma vörum M2 á alþjóðlegan markað á vegum Keops í Svíþjóð, Noregi og öðrum Evrópulöndum. Í fréttinni kemur fram að það myndi þar að auki hafa ýmsa kosti í för með sér fyrir Keops að standa að byggingu íbúðarhúsnæðis í Danmörku undir handarjaðri M2 en það myndi auka hagnað af framkvæmdunum.

Jens Heimburger stjórnarformaður starfar áfram sem formaður stjórnar fyrirtækisins og Jesper Øhlenschlæger forstjóri heldur áfram störfum sem forstjóri M2 A/S. Viðskiptin munu hafa hlutfallsleg áhrif á hagnað samstæðunnar fyrir fjárhagsárið 2005/06.

Tekið var tillit til áhrifanna á hagnaðinn í afkomuspám yfirstandandi fjárhagsárs í tengslum við það sem tilkynning til Kauphallarinnar fjallaði um. Stjórnin gerir því áfram sömu væntingar til hagnaðar af Keops-samstæðunni á þessu fjárhagsári (2005/06) áður en leiðréttingar vegna verðmætis fjárfestingafasteigna hafa verið framkvæmdar og fyrir skattgreiðslur að upphæð 675-700 milljónir danskra króna. Engu að síður er búist við því að leiðréttingar vegna verðmætis fjárfestingafasteigna muni færa samstæðunni 200 til 300 milljónir danskra króna til viðbótar.

M2 er þekkt byggingafyrirtæki á landsvísu í Danmörku. Það selur meðal annars íbúðarhús og sumarbústaði sem teiknaðir eru af bestu arkitektum Danmerkur, t.d. Schmidt Hammer Lassen, CEBRA, Bjarke Ingels Group og 3XN en M2 hefur gert tíu ára samstarfssamning við þá. M2 A/S hefur þar að auki með höndum umtalsvert eignasafn verkefna.