Danska fasteignafélagið Keops, sem er að hluta til í eigu Baugs, hefur samþykkt að kaupa danska fasteignafélagið Ejendomsselskabet Hedegardene ApS, segir í tilkynningu frá Keops. Kaupveðið var ekki gefið upp.

Hedegardene á 50% hlut á móti Keops í stærstu verslunarmiðstöð Hróarskeldu og hefur Keops því eignast verslunarmiðstöðina að fullu.

Keops segir í tilkynningunni að félagið muni halda áfram að byggja við og stækka verslunarmiðstöðina og stefnir félagið að selja hana áfram til fasteignafélagsins Essex Invest A/S.