Keops er um þessar mundir að kaupa 37 skrifstofufasteignir í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fyrir alls um 207,5 milljónir evra, eða um 1,5 milljarða danskra króna, sem samsvarar rúmlega 19 milljörðum íslenskra króna.

Eignirnar voru keyptar af European Property Investors LP, sjóði sem er undir stjórn Curzon / IXIS AEW Europé, og í gær var undirritaður samningur sem er bundinn skilyrðum um fjármögnun, segir í frétt frá Baugi, en íslenska fyrirtækið á 29% hlut í Keops.

Þar kemur fram að þetta eignasafn er keypt með það fyrir augum að skipta því upp og selja að nýju fyrir lok reikningsársins, meðal annars til auðugra viðskiptavina Keops Investment.

Endursölunni er ætlað að stuðla að því að metnaðarfullt markmið Keops Investment náist um að standa fyrir fasteignafjárfestingum að upphæð nær fjórum milljörðum danskra króna á þessu ári.

Í bráðabirgðauppgjörsskýrslu sinni í maí tilkynnti Keops Investment um mjög viðunandi hagnað við fyrsta bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2006 því samið hafði verið um fasteignafjárfestingar alls að upphæð 1,926 milljóna danskra króna miðað við 892 milljón danskar krónur á sama tímabili næsta ár á undan.

Í því eignasafni sem hér er til umræðu er að finna 37 skrifstofueignir í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem alls nema 151.343 fermetrum. Í safninu er að finna stórar fasteignir sem staðsettar eru mjög miðsvæðis á eftirsóttum stöðum í atkvæðamiklum borgum í löndunum þremur.

Í Noregi er um að ræða 20 fasteignir og alls um 62.000 fermetra, í Svíþjóð átta fasteignir og um það bil 46.000 fermetra og í Finnlandi níu fasteignir og um það bil 43.000 fermetra. Nordea er eitt af stærstu fjármálafyrirtækjunum á Norðurlöndum en það lang umsvifamesti leigjandi og greiðir um það bil 68 % af heildarleigutekjunum