Markmiðið hefur frá upphafi verið að hjálpa fólki að tala saman,“ segir Eric Figueras, framkvæmdastjóri Amivox, um starfsemi fyrirtækisins. Blaðamaður Viðskiptablaðsins hitti Eric og Birki Marteinsson, tvo af stofnendum Amivox, á skrifstofu þeirra í Ofanleiti á dögunum. „Við hjálpum fólki að spara þegar það þarf að hringja til útlanda, nota símann á ferðalagi eða annað slíkt,“ bætir Birkir við.

Ódýrara að hringja

Fjarskiptafyrirtækið Amivox var stofnað árið 2007. Innan vébanda þess hefur verið þróuð ýmis þjón- usta, til dæmis svokölluð „shout- message“ sem eru töluð smáskila- boð. Nú er áherslan lögð á símtöl milli landa sem að sögn þeirra Er- ics og Birkis verða mun ódýrari með notkun Amivox.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.