Garmin Ltd., stærsti framleiðandi sjálfstýribúnaðar í bifreiðar, ætlar að bjóða 2.3 milljarða evra í reiðufé í Tele Atlas NV sem sérhæfir sig í gerð stafrænna landakorta og toppa þannig tilboð TomTom NV.

Tilboð Garmin hljóðar upp á 24.50 evrur fyrir hlutinn sem er 15% hærra en tilboð TomTom sem hljóðaði upp á 21.25 evrur fyrir hvern hlut.

Hlutabréf í Tele Atlas hækkuð um 18% á markaði í Amsterdam í kjölfar tilboðs Garmin.

Tele Atlas er stærsti framleiðandi stafrænna landakorta í heiminum í dag en talið er að sá markaður velti um 6.5 milljörðum Bandaríkjadala á ári og því eftir talsverðu að slægjast