Indverska lyfjafyrirtækið Ranbaxy Laboratories mun hugsanlega gefa út nýtt hlutafé að virði 1,8 milljarðar Bandaríkjasdala, sem samsvarar rúmlega 119 milljörðum íslenskra króna, til að fjármagna kaup a samheitalyfjaeiningu þýska fyrirtækisins Merck. Þetta kom fram í morgunfréttum indversku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC-TV 18.

Actavis hefur einnig lýst yfir áhuga á að kaupa samheitalyfjaeiningu Merck og hefur ráðið þrjá erlenda banka til að sölutryggja sambankalán og einnig samþykkt að gefa út nýtt hluafé. Talið er að verðmiðinn á Merck-einingunni sé í kringum 450 milljarðar íslenskra króna.