Indverska lyfja fyrirtækið Ranbaxy, sem ætlar sér að gera kauptilboð í samheitalyfjaeiningu þýska lyfjafyrirtækisins Merck, hefur ráðið fjárfestingabankann Citigroup til að veita ráðgjöf við kaupin.

Ranbaxy og Actavis hafa lýst formlega yfir áhuga á að gera kauptilboð í eininguna, en einnig er búist við samkeppni frá fjárfestingasjóðum.

Actavis hefur fengið þrjá alþjóðlega banka, þar á meðal svissneska fjárfestingabankann UBS, til að sölutryggja sambankalán til að fjármagna kaupin.

Áætlað söluverð Merck-einingarinnar er á bilinu 356-445 milljörðum íslenskra króna.