Hugmynd að vinnslu á lækningarvörum úr fiskipróteinum og fiskroði frá fyrirtækinu Kerecis vann til nýsköpunarverðlauna Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða sem veitt voru um helgina. Stefnt er að því að hefja framleiðslu á vörunni í lok árs 2010. Úr fiskafurðum eru búnar til vörurur sem græða opin sár og til meðhöndlunar á sköðuðum vef.

Guðmundur Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis ehf., veitti verðlaununum viðtöku. Hann hefur unnið að þessari hugmynd í nokkur ár ásamt félögum sínum dr. Baldri Tuma Baldurssyni og dr. Hilmari Kjartanssyni. Tilraunaprófanir eru hafnar og stefnt að því að hefja framleiðslu á vörunni í lok ársins 2010. Í Bandaríkjunum einum eru 3,5 milljón læknisaðgerða á ári þar sem unt væri að nota slíkar vörur.

14 hugmyndir bárust

Vaxtarsamningur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða héldu keppnina á Vestfjörðum. Fjórtán nýsköpunarhugmyndir bárust í keppnina og voru þær afar fjölbreyttar. Keppnin var liður í því að auka og styðja við nýsköpun á svæðinu enda er nýsköpun ein af forsendum vaxtar. Í dag var þeim hugmyndum sem sköruðu fram úr veitt verðlaun í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða. Fyrirtækið Kerecis ehf bar sigur úr býtum í keppninni með hugmynd að vinnslu á lækningarvörum úr fiskipróteinum og fiskroði sem fellur til á svæðinu eins og áður sagði.

Hugmyndirnar sem bárust í keppnina voru eftirfarandi:

Fiskrækt og seiðaeldi Vefsíðuvakinn – hugbúnaðargerð Artic Circle – vínframleiðsla úr bláberjum Gyða – rafvæddur farþegabátur Kerecis – lækningavörur úr fiskroði Fossadalur – fluguveiðihjól og nýr bremsubúnaður fyrir veiðihjól Fasanarækt Straumhjól – hverfill fyrir virkjun sjávarstrauma Lífvinnslan – Vinnsla á kítíni úr rækjuskel Fittings – fittings unnið úr stál rörum Sjúkralyfta – bílalyftubúnaður fyrir fatlaða Tankurinn – hljóðver Flakavinnsla – nýjar vinnslu og meðhöndlunaraðferðir fyrir fiskvinnslu Ferðaþjónustan Arnardal – Til móts við fornan sið