Í ræðu sem Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis flutti við verðlaunaafhendinguna sagði hann félagið eiga „þennan hraða vöxt að þakka ótrúlega samhentum hópi starfsmanna sem vinna allir sem einn að því að koma sáraroðstækninni okkar og stafrænu lausnunum á frammfæri við heilbrigðisstofnanna þannig að þær standi sjúklingum til boða og bæti möguleika þeirra til bættra lífsgæða og lengra lífs.“

Verðlaunin eru veitt af Nordic Innovation og verðlaunaafhending fór fram í speglasal Grand hótelsins í Stokkhólmi, sama stað og fyrstu Nóbelsverðlaunin voru afhent 1901. Nordic Innovation er framtgak Norðurlandaráðs og markmiðið er að Norðurlönd verði öflugt nýsköpunar- og frumkvöðlasvæði, þar sem fyrirtæki geta vaxið hratt og náð árangri á alþjóðlegum mörkuðum með sjálfbærum og góðum lausnum.

Ör vöxtur Kerecis

Umsvif Kerecis hafi aukist mjög á undanförnum árum og hafa um árabil meira en tvöfaldast árlega og gerir fyrirtækið ráð fyrir hátt í 20 milljarða króna í tekjur á þessu ári, borið saman við 10 milljarða í fyrra.

Í ræðu Svein Berg, formanns dómnefndar og forstjóra Nordic Innovation sagði: „Kerecis er hávaxtarfyrirtæki sem byggir á atvinnuhefð Íslands, nýtir aukaafurð frá fiskvinnslu til að búa til verðmæta lækningavöru og hefur vegna takmarkaðs heimamarkaðar og sérþekkingar hugsað útf yrir rammann í ráðningar- og markaðsmálum frá fyrsta degi. Með einstakri tækni og góðum árangri í sölu- og markaðsmálum hefur það alla burði til að skila varanlegum áhrifum fyrir Norrænt atvinnulíf.”