Kerecis hefur ráðið Steve DiBiasio sem framkvæmdastjóra beinnar sölu til heilbrigðisstofnanna. Steve starfaði áður sem yfirmaður sölumála hjá nýsköpunarfyrirtækinu Steadmed sem hann var meðstofnandi að árið 2011, og var nýverið selt til fransks sárafyrirtækis.

Áður var hann sölustjóri hjá Smith & Nephew sem er stærsta sárafyrirtæki í heimi - þar starfaði hann í 17 ár og stjórnaði m.a. teymi 90 sölumanna.

Steve kemur til Kerecis á miklum vaxtartímum en sala á sáraroði fyrirtækisins þrefaldaðist á milli ára. Chris Harte sem undanfarin ár hefur stjórnað beinni sölu og sölu til alþjóðlegra dreifingaraðila hefur tekið við nýrri deild fyrirtækisins sem vinna mun að sölu til alþjóðlegra dreifingaraðila og viðskiptaþróun tengdum vörum fyrirtækisins sem ennþá eru í þróun.