Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var ákveðinn í Kastljósi kvöldsins. Þar sagði hann það blasa við að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í hrunmálunum.

Samkvæmt Jón Steinari verður dómskerfið að virka trúverðugt. Þá spurði hann almenning hvort að þeim þætti trúverðugt að dómari sem hafi átt í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun, væri að dæma í málum sem tengdust bönkunum.

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, ræddi uppljóstranirnar í sama þætti, en hann hefur undanfarið komið fram til þess að tala fyrir þessum málum. Jón sagði það slæmt að formaður Dómarafélags Íslands kæmi ítrekað fram til að verja hneyksli sem þessi.