Seðlabanki Bandaríkjanna hefur samþykkt beiðni General Electric að félagið hafi minnkað efnahagsreikning fjármálaarms félagins nægilega mikið til að það myndi ekki kerfisáhættu.

General Electric var eitt fjögurra fyrirtækja sem starfa utan bankastarfsemi til að vera skilgreind sem kerfislega mikilvæg samkvæmt lögum um kerfislega mikilvægar fjármálastofnanir sem var bætt við Dodd-Frank (fjármálalöggjöf Bandaríkjanna) árið 2010.

GE er fyrsta félagið til að losna undan þeirri skilgreiningu, en hún takmarkaði verulega starfsemi félagsins, t.d. þurfti félagið að auka við eigin fé. Til að losna undan skilgreiningunni þá þurfti GE að gera töluverðar breytingar á efnahagsreikningi félagsins. Félagið hætti að mestu  í lánastarfsemi, en þangað til nýlega þá skilaði hún um helmingi af tekjum félagins.

GE minnkaði eignir fjármáladeildar félagsins um rúmlega helming og dró verulega úr starfsemi hennar í Bandaríkjunum, en starfsemi fjármálaarms GE var stór ákvörðunarþáttur í því að félagið var skilgreint sem kerfislega mikilvægt.