John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, munu hittast í Lundúnum í dag til þess að ræða ástandið í Úkraínu. Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram í Rússlandi á sunnudaginn um hernaðaríhlutun á Krímskaga. Þetta kemur fram á vef BBC.

Búist er við því að Kerry muni vara Lavrov við því að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæði Bandaríkjamenn og Evrópusambandið muni beita viðskiptaþvingunum ef ráðist verður í slíkar aðgerðir.

Sendiherra Rússa gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Rússar vildu ekki stríð gegn Úkraínu.