Business and Football ráðstefnan var haldin í Hörpu í maí. Að henni stóðu þeir Arnar Reynisson og Ramón Calderón, fyrrum forseti Real Madrid, en rætt var um samspil fótbolta og viðskipta auk möguleika Íslands á EM. Íslandsbanki var samstarfsaðili ráðstefnunnar.

Meðal þátttakenda í ráðstefnunni voru þeir Kevin Keegan, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, David Moyes, fyrrum þjálfari Manchester United og Everton og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Hér má sjá myndband þar sem þeir Kevin Keegan, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og John Carlin, rithöfundur, ræða um möguleika smárra þjóða á Evrópumeistaramótinu í fótbolta.