Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen-verslunarkeðjunnar og samstarfsmaður Baugs í Bretlandi, er talinn líklegur til þess að gera kauptilboð í breska tískuvörufyrirtækið Austin Reed.

Getgátur eru í fjármálahverfi London um að Stanford og Harold Tillman, stjórnandi Jaeger-tískuvörufyrirtækisins, muni gera tilraun til þess að taka yfir félagið. Baugur hefur ekki verið nefndur sem hugsanlegur samstarfsaðili.

Stanford, Baugur og FL Group eiga saman fjárfestingafélagið Unity Investments. Baugur og Stanford hafa nýlega verið bendlaðir við verslunarkeðjuna Moss Bros.

Sérfræðingar í London, sem Viðskiptablaðið hafði samband við, reikna þó með því að það verði erfitt fyrir Stanford og Tillman að taka yfir Austin Reed án samþykkis frá fjárfestingafélaginu Dawnay Day, sem á 29,9% hlut í Austin Reed.

Austin Reed hafnaði kauptilboði frá Dawnay Day í September að virði 131 pens á hlut