Bú félagsins Kex Brewing ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 8. júlí síðastliðinn, en félagið sem stofnað var árið 2017 er til heimilis að Hverfisgötu 12 og framleiðir handverksbjór.

Ef litið er á heimasíðu K ex Brewing , sem skráð er á Eyjarslóð 6, kemur fram að félagið vilji varðveita handiðnina í bjórgerð enda sé í raun engin grundvallarmunur á listamanninum og góðs iðnaðarmanns, einungis mismunandi sjónarmið.

Á heimasíðunni er vísað í Kex hostel, en samkvæmt Helga Þór Logasyni framkvæmdastjóra Kex hostels hefur ekki verið tenging milli félaganna síðasta árið nema að gistiheimilið hefur selt bjór þess.

Meðal vara fyrirtækisins sem heimasíðan nefnir er svokallað Thunder Ale, sem er IPA bjór með 4,6% alkóhól, og bjórinn Steroids To Heaven sem er bjór sem framleiddur er í samstarfi við To Øl í Kaupmannahöfn, sem sé 5,8% að styrkleika.