*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 8. október 2017 10:09

Kex Hostel tapar 53 milljónum

Samstæðan Kex Hostel ehf. tapaði 53 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 73 milljóna tap árið áður.

Ritstjórn

Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmum milljarði í fyrra og jukust um 195 milljónir en rekstrargjöld um 165 milljónir. Samstæðan seldi gistingu fyrir 313 milljónir í ár, samanborið við 263 milljónir í árið áður. Þá seldi samstæðan veitingar fyrir 645 milljónir, samanborið við 555 milljónir árið áður. Um síðustu áramót voru stærstu eigendur félagsins Birkir Kristinsson og Kristinn Vilbergsson.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.