Mikil viðskipi hafa verið með bréf í Glitni í morgun en nú um hádegi nemur velta með bréf í félaginu tæpum 6,4 milljörðum króna samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Um 11:40 í morgun fóru fram stök viðskipti fyrir um 4,3 milljarða með bréf í félaginu. Þar er um að ræða sölu á tæpum 300 þúsund hlutum á genginu 14,5.

Þá fóru fram utanþingsviðskipti fyrir rétt rúmlega milljarð í morgun. Þar er um að ræða 71 þúsund hluti á genginu 14,34.

Einnig voru viðskipti fyrir um 570 milljónir en þar er einnig um að ræða utanþingsviðskipti. Þar voru keyptir um 40 þúsund hlutar á genginu 14,34.

Gengi Glitnis er nú á hádegi 15 á hvern hlut og hefur félagið hækkað um 4,6% í morgun.