Eins og greint var frá í morgun voru mikil viðskipti með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] miðað við veltu á hlutabréfamarkaði um þessar mundir eða um 2,1 milljarð.

Nú eftir hádegi fóru fram viðskipti með bréf í bankanum fyrir 838 milljónir þegar seldir voru 36 milljón hlutir á genginu 23,3 sem er meðalgengi bréfa í bankanum nú.

Á nákvæmlega sama tíma fóru fram viðskipti með bréf í Kaupþing [ KAUP ] fyrir 850 milljónir . Þar er um að ræða sölu á 1,1 milljón hlutum á genginu 773 en meðalgengi bréfa í Kaupþing er nú 770 á hvern hlut.

Velta með bréf í Landsbankanum er nú 3,3 milljarðar en velta með bréf í Kaupþing er 1,1 milljarður.

Heildarvelta með hlutabréf það sem af er degi er 5,1 milljarður þannig að velta með bréf í fyrrgreindum félögum er um 86% af allri veltu með hlutabréf það sem af er degi.