Rétt fyrir hádegi fóru fram viðskipti með hlutabréf í Landsbankanum [ LAIS ] fyrir um einn milljarð króna. Um er að ræða 35 milljón hluta á genginu 28,8 en meðalgengi hlutabréfa Landsbankans er í dag 29,1.

Velta með bréf í Landsbankanum er nú komin í um 1,9 milljarð en fyrr í morgun fóru fram utanþingsviðskipti fyrir 707 milljónir.

Þá var einnig keypt í Straum [ STRB ] fyrir milljarð.  Um er að ræða 90 milljón hluti á genginu 11,27 en meðalgengi Straums er á mörkuðum í dag 11,36. Velta með bréf í Straum er nú um 1,1 milljarður en aðeins eru skráðar 15 viðskipti með bréf í félaginu í dag.

Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni  er þegar þetta er skrifað, kl. 12:35 um 5,3 milljarðar.