Mikil utanþingsviðskipti fóru fram með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] í morgun þegar um tæplega 8,9 milljarðar skiptu um hendur.

Um er að ræða tvær færslur þar sem seldir voru 195 milljón hlutar í hvorri færslunni á genginu 22,8 sem er markaðsgengi bankans í Kauphöllinni nú.

Ekki er vitað hverjir standa að kaupunum.

Velta með bréf í Landsbankanum er nú rúmlega 8,9 milljarðar en önnur viðskipti hafa verið nokkuð minni í dag.