Fyrir opnun markaða í morgun fóru fram utanþingsviðskipti með bréf í Glitni [ GLB ] fyrir rétt rúmlega 1,7 milljarð.

Upphæð viðskiptanna eru þó ólíkar því annars vegar er um að ræða sölu á 80 milljón hlutum á genginu 17,25 að verðmæti tæplega 1,4 milljarðar (1.380 þús).

Hins vegar er um að ræða sölu á 20 milljón hlutum á genginu 17,25 að verðmæti 345 milljóna.

Glitnir hefur lækkað um 0,9% í Kauphöllinni í dag en heildarvelta með bréf í félaginu er nú tæplega 2 milljarðar og er meðalgengið 17,10 á hlut.