Utanþingsviðskipti með bréf Kaupþings[ KAUP ] fyrir 977 milljónir króna fóru fram í morgun á genginu 977, sem er um 40% yfir markaðsverði, sem er 698 krónur á hlut, þegar þetta er skrifað.  Kaupþing hefur lækkað um 2,2% þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Sennilega er um að ræða framvirkan samning sem verið er að gera upp núna.

Í morgun voru stök utanþingsviðskipti með Landsbankann [ LAIS ] fyrir um 810 milljónir króna. Gengi viðskiptanna er 27 krónur á hlut. Markaðsgengið er 26,2 þegar þetta e skrifað, en bréfin hafa lækkað um 3% það sem af er degi.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,5% og er 4.540 stig.