Gylfi Magnússon, fyrverrandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, kallar eftir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem hann segir orðið of stór hér á landi. Í Silfrinu á RÚV sagði Gylfi lífeyrissjóðina „hafa keypt nánast allt sem þeir geta keypt og er vit er í að kaupa.”

Gylfi kallar eftir því að lífeyrissjóðakerfið færist í auknum mæli úr sjóðssöfnunarkefi í gegnumstreymiskerfi.

„Þetta er að mörgu leyti ágætt kerfi en það gengur ekki í nokkra áratugi í viðbót með þeim forsendum sem búið er að stilla það af. Það er hreinlega gert ráð fyrir of mikilli sjóðsmyndun. Það verður ekki með góðu móti hægt að kaupa öll þau verðbréf sem stefnir í að menn kaupi, allavega hér innanlands. Það er heldur ekki sérstaklega spennandi hugmynd að fara að kaupa fyrir mörg þúsund milljarða króna hlutabréf í útlöndum til þess að halda uppi kerfi sem að hægt væri að gera með talsvert minni sjóðum og raun og veru öruggari lífeyri,” sagði Gylfi.

Nú sé gegnisstreymi lífeyrisgreiðslna fyrst og fremst í gegnum skattkerfið og Tryggingastofnun. En hægt væri að byggja upp lífeyriskerfi sem byggi á því að fólk greiðir iðngjald lífeyri sem fari strax í að greiða örorku- eða ellilífeyri þeirra sem á þurfi að halda í stað þess þess að kaupa verðbréf sem þurfi að ávaxta og verði svo greitt út síðar.

Gylfi segir takmörk fyrir því hve mikil eftirspurn sé eftir lánsfé frá lífeyrissjóðunum hér á landi. „Lífeyrissjóðakerfið er farið að vera með meiri þörf fyrir að lána út en landsmenn hafa þörf fyrir að taka af lánum.“

Gylfi segir eiginlega fyrirsjánlegt að sífellt erfiðara verði fyrir sífellt stækkandi lífeyrissjóðkerfi að ná 3,5% ávöxtunarviðmiði enda hafi vextir almennt verið á niðurleið síðustu áratugi.