Ægis Birgisson, maður Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra hjá VÍS, og félagið REIK ehf, sem henni tengist, keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir samtals 37,4 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu að Ægir hafi keypt rúma 2,5 milljónir hluta á genginu 10,82 krónur á hlut en Reik rúma 940 þúsund hluti á sama gengi. Sjálf á Auður 188.962 hluti í VÍS, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir að viðskiptin eru gerð með framvirkum samningi á gjalddaga 26. september árið 2013. Um sé að ræða framlengingu á samningi sem var á gjalddaga 24. ágúst síðastliðinn sem fór fram með skuldajöfnun milli aðila.

Fjöldi hluta fjárhagslega tengdra aðila í VÍS eftir viðskiptin nema 3.471.697. Gengi bréfa VÍS lækkaði um 1,29% í Kauphöllinni og endaði í 10,71 krónu á hlut. Miðað við það nemur verðmæti eignarhlutarins tæpum 37,2 milljónum króna.