Fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson keypti í dag þrjár milljónir hluta í fjarskiptafyrirtækinu Vodafone í nafni félagsins Ursus. Kaupin voru gerð á genginu 26,05 krónur á hlut og kaupverðið því rúmar 78 milljónir króna, að því er fram kom í flöggun til Kauphallarinnar.

Heiðar Már er stjórnarmaður í Vodafone.

Fram kemur í flögguninni að félag Heiðars Más á 18.473.015 hluti í Vodafone. Gengi hlutabréfa Vodafone stendur nú í 26,2 krónum á hlut. Miðað við það nemur markaðsverðmæti hlutafjáreignar hans og Ursusar tæpum 484 milljónum króna.