*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 4. ágúst 2021 14:47

Keypti í Högum fyrir 5 milljónir

Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri aðfanga hjá Högum, keypti hlutabréf fyrir fimm milljónir króna í félaginu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lárus Óskarsson framkvæmdastjóri aðfanga hjá Högum keypti hlutabréf í félaginu fyrir um fimm milljónir króna í dag.

Lárus keypti 81.000 hluti í félaginu á genginu 61,7 krónur en fyrir viðskiptin átti hann engin bréf í félaginu.

Lárus á jafnframt kauprétt að 850.000 bréfum en verðmæti þeirra er um 52,4 milljónir króna sé miðað við kaupgengi viðskiptanna. 

Stikkorð: Hagar Lárus Óskarsson