Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, keypti alls tæplega 28,7 milljónir nýrra hluta í Skýrr á genginu 5,0, samkvæmt tilkynningu til hlutafélagaskrár ríkisskattstjóra.

Fyrir hlutina var greitt með reiðufé. Greint var frá því í síðustu viku að Skúli greiddi um 140 milljónir króna fyrir um 5% hlut í félaginu. Um er að ræða hlutafjáraukningu sem var samþykkt á hluthafafundi og stjórnarfundi 15. desember síðastliðinn.

Samþykkt var að heimila stjórn Skýrr að auka hlutafé félagsins um allt að 50 milljónir hluta að nafnverði fram til 15. desember 2013. Eftir hlutafjáraukninguna í desember er hlutafé félagsins tæplega 554 milljónir hluta að nafnverði.

Samkvæmt viðskiptum Skúla er heildarvirði Skýrr um 2,8 milljarðar króna.