Japanskur verðbréfasali, sem starfar hjá svissneska bankanum UBS í Japan, keypti óvart bréf að andvirði 22 milljarða Sterlingspunda.

Það er rétt að segja óvart því hann ætlaði aðeins að kaupa verbréf að andvirði 220 þúsund punda þannig að eitthvað virðist hann hafa lagst óþarflega mikið á núll takkann á lyklaborðinu þegar pöntunin fór fram.

Verðbréfasalinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, var að panta kaupa á skuldabréfum gefnum út af tölvuleikjaframleiðandanum Capcom þegar hann sló inn ranga tölu á ensku er iðulega talað um að menn geri svokölluð „feita fingur“ mistök (e. fat finger) þegar þeir slá inn of mörg núll.

Talsmaður UBS segir þó að hér hafi verið um tölvumistök að ræða enn ekki mannleg mistök.

Það sem varð honum þó til láns var að um utanþingsviðskipti var að ræða og Kauphöllin í Tokyo því lokuð. Í Japan gilda þó sérstakar reglur um utanþingsviðskipti þannig að viðskiptin þurfa samþykki sérstakar eftirlitsnefndar.

Nefndin fann strax að viðskiptunum enda hafði Capcom ekki gefið út slíkan fjölda skuldabréfa og því var hægt að ógilda viðskiptin. Þannig að betur fór en á horfðist en það sem hefði að öllum líkindum gerst er að verðbréfasalinn hefði verið sakaður um verðbréfasvindl, hefði Kauphöllin verið opin og viðskiptin farið í gegn.

Ekki einsdæmi

Slík mistök geta þó haft verulegar afleiðingar. Árið 2001 seldu miðlarar á vegum UBS í Japan stóra hluti í einu af stærsta auglýsingafélagið Japans, Dentsu eftir að yfirmaður þeirra hafði sagt, þó í gríni, að það væri gaman að prufa að selja mikinn fjölda hlutabréfa í félaginu.

Á aðeins nokkrum mínútum hrundi gengi hlutabréfa í félaginu enda spurðist fljótt út að fjárfestar væru að losa sig við bréfin með hraði. UBS í Japan reyndi í kjölfarið að kaupa stóran hluta bréfanna en það dugði ekki til því það tók rúma þrjá mánuði að ná genginu upp aftur.

Árið 2005 seldi verðbréfamiðlari hjá Mizuho bankanum í Japan 610 þúsund hluti í félagi fyrir eitt jen – í stað þess að selja einn hlut fyrir 610 þúsund jen eins og hann átti að gera. Bankinn þurfti í kjölfarið að greiða um rúma 40 milljarða jena í skaðabætur eða tæplega 290 milljónir Bandaríkjadala.