*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 13. janúar 2013 10:15

Keyptu 60% í TM á genginu 14,7

Þegar meirihluti hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni var seldur í fyrra var markaðsvirði TM um 11,2 milljarðar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stefnt er að skráningu Tryggingamiðstöðvarinnar á markað í apríl næstkomandi að undangengnu útboði á ríflega 33% hlut Stoða í fyrirtækinu. Ekki er ljóst ennþá hvert útboðsgengið verður, en hugsanlega er hægt að lesa vísbendingar úr því þegar Stoðir seldu 60% hlut í fyrirtækinu í fyrra.

Kaupendur greiddu 6,7 milljarða króna fyrir hlutinn, sem þýðir að gengi hlutabréfanna í viðskiptunum var 14,7 á hlut. Það þýðir jafnframt að verðmæti félagsins í heild nam 11,2 milljörðum króna.

Ekkert hefur fengist gefið upp um hvort miðað verði við þetta verð í útboðinu í vor, en það mun væntanlega ráðast af afkomu félagsins í fyrra. Þá má gera ráð fyrir því að núverandi hluthafar vilji geta bókfært gengishagnað á hlutabréfum sínum við skráninguna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.