Danska verslunarkeðjan Bilka, sem margir Íslendingar þekkja, liggur nú undir ámæli fyrir að hafa selt 1400 falska Ralph Lauren pólóboli á tilboði í verslunum sínum. Greint er frá málinu í danska fríblaðinu metroxpress. Segir í dönskum fjölmiðlum í dag að verslunin hafi narrað viðskiptavini sína sem hafi keypt bolina í góðri trú um að þeir væru með ósvikna vöru.

Við vitum þetta og við biðjumst afsökunar á því, en við vissum ekki að bolirnir væru falsaðir,“ segir Mads Hvitved Grand upplýsingafulltrúi hjá Dansk Supermarket sem rekur Bilka verslanirnar. Grand segir að Bilka hafi látið heildsala blekkja sig og aldrei aftur verði verslað við þann heildsala.

Grand fullyrðir að bolirnir hafi verið teknir úr sölu um leið og mistökin hafi uppgötvast.

Hér má lesa meira um málið.