Breski vogunarsjóðurinn Landsowne Partners International Limited hefur keypt á einu bretti yfir 6% hlut í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone.

Fyrir kaupin átti sjóðurinn ekkert í félaginu, sem eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hækkaði um 3,73% í viðskiptum gærdagsins eftir að í ljós kom að Samkeppniseftirlitið hefði, með skilyrðum þó, samþykkt kaup þess á ljósvakamiðlum 365 miðla .

Keypti sjóðurinn samtals 16.500.000 hluti, sem miðað við 66,70 króna lokagengi bréfanna í gær gerir hlutinn að verðmæti rúmlega 1,1 milljarðs króna. Það gerir 6,05% hlut í félaginu.