*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 17. mars 2021 16:20

Keyptu fyrir 200 milljónir í Festi

Forstjóri og stjórnarformaður Festis keyptu fyrir rúmar 200 milljónir í félaginu í dag. Heildarvelta nam 586 milljónum.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson forstjóri og Þórður Már Jóhannesson stjórnarformaður Festis keyptu báðir bréf í félaginu fyrir dágóða summu í dag.
Aðsend mynd

Forstjóri og stjórnarformaður Festis hafa keypt hlutabréf í félaginu fyrir alls rétt rúmar 200 milljónir króna. Þetta kemur fram sitt í hvorri tilkynningunni til Kauphallarinnar.

Eggert Þór Kristófersson forstjóri keypti 510 þúsund hluti á genginu 174,5 fyrir 89 milljónir króna í gegnum félagið Blámara-ráðgjöf ehf., og Þórður Már Jóhannesson stjórnarformaður 654.537 hluti á sama gengi fyrir rúmar 114 milljónir í gegnum Brekku Retail ehf. Eftir viðskiptin á Eggert 600 þúsund hluti í félaginu, en Þórður 5 milljón hluti.

Heildarvelta með bréf félagsins í dag nam 586 milljónum króna og gangverð bréfa þess var sléttar 174 krónur við lok viðskiptadag í dag og hafði hækkað um 1,31% í viðskiptum dagsins.