Stöðugt hefur dregið úr innlánum heimila landsins frá hausti 2009. Upphæðin hefur farið úr tæpum 800 milljörðum króna þá í rúma 607 milljarða nú. Greining Íslandsbanka segir lækkunina tengjast því eflaust að heimilin hafi þurft að ganga á sparnað sinn þótt sömuleiðis megi telja að innlánin hafi flust yfir á annað sparnaðarform, s.s. yfir í hlutabréf og hlutabréfasjóði sem hafi vaxið mikið á sama tíma.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag, að innlán í bankakerfinu jafngildi 34% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Þau drógust saman um 1,12% að raunvirði á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Lækkunin í desember og janúar síðastliðnum var óvenju mikil, að því er segir í Morgunkorninu.