Framtakssjóðurinn Umbreyting, í rekstri Alfa framtaks, keypti 26% hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu Travel Connect, sem hét áður Nordic Visitor, fyrir 900 milljónir króna í fyrra í formi nýs hlutafjár. Travel Connect, móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova, var því metið á 3,4 milljarða króna í viðskiptunum.

Kaup Umbreytingar fóru fram samhliða kaupum Travel Connect á ferðaskrifstofunni Iceland Travel af Icelandair. Heildarvirði (e. enterprise value) Iceland Tracel í viðskiptunum var metið á 1,4 milljarða króna en þar af eru 350 milljónir háðar frammistöðutengdum mælikvörðum út árið 2023. Í ársreikningi Travel Connect kemur fram að keyptir eignarhlutir í dótturfélögum hafi numið 1,1 milljarði í fyrra.

Stærstu hluthafar Umbreytingar eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 15% hlut, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 14,3% hlut og fjárfestingarfélagið Snæból, í eigu Finns R. Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttir, með 11,1% hlut. VÍS er fjórði stærsti hluthafinn með 5,7% hlut.

Ásberg Jónsson, forstjóri Travel Connect, fer með 54,9% hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu, bæði á eigin nafni og í gegnum félag sitt Visitor Investment, en hann átti 70% hlut í árslok 2020. Davíð Harðarson stjórnarformaður fer með 18% hlut í gegnum félagið sitt Libra Investment. Davíð, sem er einnig stjórnarformaður Haga, bætti við hlut sinn í Travel Connect á síðasta ári en samkvæmt ársreikningi Libru keypti hann í ferðaþjónustufyrirtækinu fyrir 87,6 milljónir í fyrra.

Eignir Travel Connect voru bókfærðar á 5 milljarða króna í árslok 2021 en þar af var viðskiptavild 2,2 milljarðar. Til samanburðar námu eignir félagsins 2,3 milljörðum króna árið áður. Eigið fé jókst úr 73 milljónum í 896 milljónir á milli ára. Skuldir og skuldbindingar námu samtals 4,1 milljarði í lok síðasta árs.

Tekjurnar jukust um 255%

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði