Óþekktur kaupandi hefur fest kaup á óbyggðri þakíbúð í New York fyrir yfir 90 milljónir dollara, sem samsvarar um 11,5 milljörðum króna. Um er að ræða dýrustu íbúð sem seld hefur verið í New York.

Íbúðin er meira en 1000 fermetrar, staðsett í turninum One57, og er enn óbyggð en sala á íbúðum í turninum hófust í júlí í fyrra. Gert er ráð fyrir að turninn verði tilbúinn til notkunar á næsta ári en um elmingur 92 íbúða hafa þegar verið seldar. Turninn mun verða um 306 metrar á hæð.

Eins og sést á myndinni á útsýnið úr íbúðinni ekki að vera af verri endanum. Hver kaupandinn er hefur ekki verið gefið upp en Gary Bernett, stjórnarformaður Extell Development Company, sem hefur séð um byggingu turnsins, segir í samtali við New York Times að um sé að ræða fjölskyldu sem hyggst nýta íbúðina sem heimili sitt.