Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. Í dag var tilkynnt um skiptalok Humac og fékk Glitnir þessar 160 milljónir króna upp í veðkröfur, sem námu samtals 974 milljónum króna. Aðilar tengdir Baugi Group keyptu Humac af Bjarna Ákasyni og fleiri hluthöfum vorið 2007. Þá var félagið verðmetið á 1,5 milljarð króna samkvæmt frétt á Vísi.is.

Forgangskröfur í búið námu tæpum 13 milljónum króna en upp í þær greiddust 1,8 milljónir króna. Almennar kröfur námu 88 milljónum króna og veðkröfur 974 milljónir. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur og 160 upp í veðkröfur eins og áður segir.