Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi. Markmiðið með kaupunum er að auka sóknarþungann á þeim mörkuðum sem Penninn hefur fjárfest í á undanförnum misserum og nýta þá þekkingu sem hefur skapast hjá Te&kaffi í vöruþróun og markaðssókn hér heima.


Stjórnendur félagsins hafa náð góðum árangri að undanförnu og munu starfa áfram með íslensku eigendunum. Alls eru 52 starfsmenn hjá fyrirtækinu og nam velta þess 4.2 milljónum evra 2006 eða 365 milljónir króna. Melna kaifja er vel búin tækjum og getur framleitt um 270 tonn af kaffi á mánuði. Helstu umsvif Melna kafija felast í sölu til hótela og veitingahúsa en fyrirtækið framleiðir einnig kaffi til smásölu og útflutnings, meðal annars til Rússlands.


Te&kaffi var stofnað árið 1984 og er eitt þekktasta vörumerkið í kaffigeiranum á Íslandi. Penninn er leiðandi fyrirtæki á sviði skrifstofuvara, rekstrarvara og sölu bóka og skyldra vara um land allt. Seljandi Melna kafija Ltd er eignarhaldsfélagið Simeks Ltd. Behrens Corporate Finance var ráðgjafi íslensku fjárfestanna við kaupin