Íslendingar vörðu tæpum 700 milljónum króna í tónlistakaup á síðasta ári. Þar af voru aðeins þrjú prósent sem keypt voru á veraldarvefnum og er það minna en á öðrum Norðurlöndum. Þetta kemur fram í nýjum norrænum hagtölum á vefnum norden.org og er fjallað um málið á vef Ríkisútvarpsins . Þar er bent á að í Svíþjóð er hlutfall þeirrar tónlistar sem keypt er á vefnum um fimmtíu prósent, í Danmörku fjörutíu prósent, Noregi tæp þrjátíu prósent og 25 prósent í Finnlandi.

Þegar kemur að leikhús- og safnaferðum skáka Íslendingar hins vegar öðrum norðurlandaþjóðum. Átta af hverjum tíu Íslendingum heimsóttu leikhús á síðasta ári og fór hver Íslendingur að meðaltali fimm sinnum á safn á árinu 2011.