Erlendir ferðamenn greiddu 1,2 milljarða króna með greiðslukortum í verslunum hér á landi í desember. Þetta er 13% aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst .

Fram kemur á vef Rannsóknasetursins að erlendir ferðamenn eyddu 784 milljónum króna í skipulagðar skoðanaferðir og ýmsa sérsniðna ferðaþjónustu sem er aukning um 68% frá desember árið 2012. Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sínum veitingar á veitingahúsum fyrir 565 milljónir króna í desember sem er 47% aukning frá árinu áður.

Alls nam greiðslukortavelta erlendra ferðamanna 4,5 milljörðum kr. í desember sem er 32% aukning á milli ára. Aukningin er ekki komi til vegna fleiri ferðamanna en ekki vegna þess að hver ferðamaður eyddi meiru en ári fyrr. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 107 þús. krónur með greiðslukorti sínu hér á landi í desember síðastliðnum en 120 þúsund krónu í desember árið 2012.